3 sep. 2002Staðfest var á heimsþingi FIBA í Indianapolis aðild fjögurra nýrra ríkja í FIBA og fjölgaði aðildarþjóðum þar með úr 208 frá síðasta heimsþingi í Aþenu árið 1998 í 212 aðildarþjóðir nú. Gerir þetta körfuknattleikshreyfinguna í heiminum að næst útbreiddustu íþróttagrein í heimi. Skráðir iðkendur í körfuknattleik nema nú u.þ.b. 450 milljónum.