5 sep. 2002Söguleg úrslit urðu í heimasmeistarakeppninni í Indianapolis í nótt þegar bandaræiska landsliðið tapaði fyrir liði Argentínu, 80-87. Þessi úrslit eru talin sýna það að góð liðsheild sé mikilvægari en hópur af frábærum einstaklingum. Fréttaskýrendur telja margir hverjir að þetta séu óvæntustu úrslit körfuboltasögunnar og aðrir segja að aðeins hafi verið tímaspursmál hvenær lið skipað NBA-leikmönnum tapaði leik í alþjóðlegri keppni. Eftir tapið eru Bandaríkin í öðru sæti í sínum milliriðli á eftir Argentínu. Í hinum milliriðlinum er Puerto Rico í efsta sæti og Spánn í öðru sæti. Nánar um HM á [v+]http://www.fiba.com/oneplanet/world/index.asp?CC=WMM&YearBegin=2002[v-]fiba.com[slod-].