9 sep. 2002Júgóslavar unnu Argentínumenn í úrslitum HM sl. nótt með 84 stigum gegn 77 eftir framlengdan leik. Júgóslavar, drifnir áfram af stórleik Dejan Bodiroga, unnu upp 8 stiga forystu Argentínumanna á lokamínútunum og jöfnuðu leikinn 75 - 75. Argentínumenn fengu sniðskot undir körfu Júgóslava á lokasekúndunum en hittu ekki. Í framlengingunni voru Júgóslavar sterkari. Þetta var í fimmta sinn sem Júgóslavar verða heimsmeistarar í körfuknattleik. Áður unnu þeir 1970, ´78, ´90 og ´98. Niðurlæging Bandaríkjamanna var algjör er þeir töpuðu fyrir Spánverjum í leik um fimmta sætið. Bandaríkjamenn leiddu allan leikinn fram í fjórða leikhluta en misstu þá leikinn úr höndum sér, Spánverjar gengu á lagið og sigruðu með 81 stigi gegn 75