9 okt. 2002Intersport á Íslandi og Körfuknattleikssamband Íslands hafa náð samkomulagi um að Intersport verði helsti syrktaraðili úrvalsdeildar karla í körfuknattleik leiktímabilin 2002-2005. Með samkomulaginu hlýtur úrvalsdeildin nafnið INTERSPORT-deildin í körfuknattleik. Vegur körfuknattleiks hefur farið sívaxandi undanfarin ár og körfuboltinn er nú meðal vinsælustu íþróttagreina hér á landi með fjölda afreksmanna í sínum röðum. Við styðjum körfuboltann þó ekki bara sem grein fyrir afreksmenn, heldur ekki síst af því að körfubolti er íþrótt fyrir alla: hann er jafnskemmtilegur sem götusport og skipulögð hópíþrótt. Við fögnum hinum nýja samningi og erum viss um að samstarfið verður báðum aðilum til hagsbóta. STÆRSTA SPORTVÖRUVERSLUN LANDSINS – OG SÚ STÆRSTA Í HEIMI Verslanir INTERSPORT eru nú 3 á landinu, að Bíldshöfða 20, í Smáralind og á Selfossi. Verslunin að Bíldshöfða er meðal stærstu íþróttaverslana á Norðurlöndum og allar Intersport verslanir okkar státa af úrvali og þjónustu í heimsklassa. INTERSPORT er alþjóðleg verslanakeðja með starfsemi um allan heim. Verslanir Intersport eru um 4.700 talsins í 25 þjóðlöndum og er ársvelta þeirra yfir 450 milljarðar íslenskra króna, eða nærri tvöföld íslensku fjárlögin. Fréttatilkynning 9. október 2002 INTERSPORT Bíldshöfða 20 Nánari upplýsingar: Sverrir Þorsteinsson framkvæmdastjóri, s: 510 8020 mt: Frá blaðamannafundi KKÍ og INTERSPORT sem haldinn var í verslun INTERSPORT í Smáralind í dag.