11 nóv. 2002Dregið hefur verið í milliriðla í Evrópukepnni drengjalandsliða. Íslenska liðið tryggði sér þar sæti sl. sumar þegar það komst upp úr undanriðli. Ljóst er að riðillinn sem íslenska liðið lenti í er mjög sterkur og gríðarlega erfitt verður fyrir liðið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Riðillinn fer fram í Adana, sem er suður af Ankara í Tyrklandi 17.-23. apríl 2003. Þjóðirnar í riðlinum eru Tyrkland, Frakkland, Ísrael, Pólland, Ísland og Lettland. Þrjár efstu þjóðirnar í riðlinum komast áfram í úrslitakeppni Evrópumótsins. Þá var einnig dregið í undankeppni Evrópumóts unglingalandsliða pilta. Ísland lenti í riðli sem leikinn verður á Bormio á Ítalíu 6.-10. ágúst 2003. Í riðlinum eru: Ítalía, Grikkland, Slóvenía, Holland, Skotland og Ísland. Þrjár þjóðir komast áfram úr riðlinum í milliriðil.