13 nóv. 2002Dregið var í 32-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ & DORITOS í dag. Stórleikur 32-liða úrslitanna er viðureign Reykjavíkurrisanna ÍR og KR. Tvær aðrar viðureignir eru milli liða í INTERSPORT-deildinni en það eru viðureignir Skallagríms og Keflavíkur og Breiðabliks og Snæfells. Þá munu bikarmeistarar UMFN sækja Smárann heim í Varmahlíð. Þessi lið mætast í 32-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ & DORITOS: Valur - Keflavík b Ármann/Þróttur - KFÍ HK - Höttur Selfoss/Laugdælir - Tindastóll Breiðablik - Snæfell Skallagrímur - Keflavík Grundarfjörður - Hamar Þór Þorl. - Selfoss/Laugdælir b Smári - UMFN ÍR - KR Fjölnir - Haukar Stjarnan - UMFG ÍS, Reynir S., Reynir H. og KR b sitja hjá. Leikir verður 29. nóvember - 1. desember.