21 nóv. 2002Á fundi aðalstjórnar FIBA-World var ákveðið að beina því til Tækninefndar FIBA að nefndin skoðaði þann möguleika að breyta reglugerðinni varðandi 24 sekúndna klukkuna. Hugmyndin er að breyta reglunni á þann veg að skotklukkan verði stöðvuð eftir að leikmaður hefur sleppt knettinum í skottilraun. Þannig verði reglan eins og hún var áður. Í dag gengur skotklukkan alveg þar til knötturinn snertir hringinn eftir skottilraun. . Ef af verður, tekur reglan gildi frá og með næsta keppnistímabili.