23 nóv. 2002Keflavík vann í dag [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001603.htm[v-]Kjörísbikarinn[slod-] eftir æsispenandi úrslitaleik gegn Grindavík en leikurinn fór fram í Keflavík. Keflavík vann leikinn [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001603/16030601.htm[v-]75-74[slod-] og tryggði Damon Johnson liðinu sigurinn með þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. Þetta er í fjórða sinn sem Keflavík vinnur þennan titil en nú var keppt um fyrirtækjabikar KKÍ í sjöunda sinn. Damon Johnson kláraði leikinn með tveimur þriggja stiga körfum á lokamínútunum en hann hitti úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 29 stig. Keflavík hafði góða forustu allan leikinn og leiddu meðal annars með 17 stigum, 59-42, um miðjan þriðja leikhluta. Grindavík átti hinsvegar frábæran endasprett, 13 stig í röð minnkuðu muninn niður í eitt stig, 68-67 og liðið var með leikinn í sínum höndum í lokin allt þar til að Damon tók til sinna ráða. Damon skoraði alls 55 stig, stal 15 boltum og tók 10 fráköst í leikjunum tveimur. Gunnar Einarsson kom næstur Damoni í stigaskorun hjá Keflavík en hann gerði 11 stig og þá var Jón Nordal Hafsteinsson með 9 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar. Hjá Grindavík skoraði Darrel Lewis 35 stig og tók 9 fráköst en hann hitti úr 13 af 16 vítum sínum í leiknum. Guðlaugur Eyjólfsson skoraði 9 stig, Helgi Jónas Guðfinnsson var með 7 stig og þeir Nökkvi Már Jónsson, Páll Axel Vilbergsson og Guðmundur Bragason skoruðu allir sex stig en auk þess tók Páll Axel 10 fráköst og Guðmundur 11 þar af sjö í sókn.