8 jan. 2003Þá hefur verið lýst kjöri íþróttamanns ársins í 47. sinn. Kjörið hefur skapað sér fastan sess í þjóðlífinu, og vekur jafnan athygli. Hátíðin sjálf hefur með árunum orðið glæsilegri í samstarfi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna, og markast það e.t.v. af því að nú gerist allt í beinni útsendingu í sjónvarpi. Með vexti íslenskrar íþróttahreyfingar hefur valið sem betur fer ávallt orðið erfiðara með hverju árinu sem líður. Að þessu sinni féll heiðurinn í skaut Ólafi Stefánssyni, reyndar með fádæma yfirburðum. Er hann vel að titlinum kominn – glæsilegur og hógvær íþróttamaður sem er landi og þjóð til sóma. Sendi ég honum mínar bestu hamingjuóskir. [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=128[v-]Allur leiðarinn[slod-].