27 mar. 2003Framundan eru úrslitaleikir 1. deild kvenna milli Keflavíkur og KR, en fyrsti leikur liðanna verður nk. laugardag. [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001738.htm[v-]Dagskrá leikjanna[slod-]. Frá því úrslitakeppni var tekin upp í 1. deild kvenna árið 1993 hafa Keflavík og KR mæst 7 sinnum í lokaúrslitum (1993, 1994, 1996, 1998, 1999, 2000, 2001). Keflavík hefur sigrað í 5 af þessum einvígum þar af þeim 4 fyrstu (1993, 1994, 1996, 1998, 2000), en KR hefur tvívegis haft betur (1999, 2001) og þá bæði skiptin 3-0. Í þessum sjö úrslitaeinvígum Keflavíkur og KR hefur Keflavík yfir 5-2. Alls eru leikir liðanna í lokaúrslitum orðnir 27 talsins. Keflavík hefur sigrað í 15 en KR í 12. Aðeins einum af þessum 27 leikjum hefur verið framlengt, en það var 1994. Þá var annar leikur liðanna tvíframlengdur (63-63, 71-71) en leiknum lauk með sigri KR 80-77. Heildarstigaskor í leikjunum 27 er 1770-1680 fyrir Keflavík eða 66-62 að meðaltali. Stærsti sigur Keflavíkur á KR í lokaúrslitum er 43 stig (70-37) árið 1996, en stærsti sigur KR á Keflavík er 29 stig (76-47) 1999. Hæsta skor Keflavíkur í þessum leikjum er 97 stig (97-72) árið 1993 og það lægsta 42 stig (58-42) árið 2000. Hæsta stigaskor KR er er 90 stig (90-81) árið 1999, en það lægsta 37 stig (37-70) árið 1996. Leikir Keflavíkur og KR í deildinni í vetur hafa verið á ýmsa vegu. Keflavík vann fyrsta leikinn á útivelli 61-82 og þann næsta 92-37 á heimavelli. Í þriðja leiknum náði KR að knýja fram sigur í lokin 67-66 í DHL-höllinni, en Keflavík sigraði í fjórða leik liðanna í Keflavík þann 10. mars sl. 73-71. Keflavík sigraði því 3-1 í leikjum liðanna í vetur. [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=144[v-]Saga úrslitakeppni kvenna frá upphafi[slod-]. Tölfræði leikja Keflavíkur og KR í deildinni í vetur. [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001601/16010502.htm[v-]Leikur 1[slod-] [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001601/16011002.htm[v-]Leikur 2[slod-] [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001601/16011502.htm[v-]Leikur 3[slod-] [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001601/16012002.htm[v-]Leikur 4[slod-]