28 mar. 2003Út er komin ársskýrsla lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ fyrir árið 2002. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að framkvæmd hafi verið 119 lyfjapróf á síðasta ári. Þar af voru 16 lyfjapróf á körfuknattleiksmönnum. Af þessum 119 prófum voru 70 framkvæmd í keppni, en 49 utan keppni. Af 16 lyfprófum á körfuknattleiksmönnum voru 10 í keppni, en 6 utan keppni. Lyfjaprófum hefur fjölgað mjög á síðastu árum, en árið 1996 voru þau aðeins 50 talsins. Síðan þá hefur verið jöfn fjölgun prófanna ára frá ári. Enginn körfuknattleiksmaður féll á lyjaprófi á árinu, en fjórir einstaklingar féllu, sýni þeirra reyndust jákvæð. Þar af voru þrír úr hreysti og einn úr knattspyrnu.