3 apr. 2003Anna María Sveinsdóttir, spilandi þjálfari Keflavíkur var að verða Íslandsmeistari í tíunda sinn og fyrirliðinn Kristín Blöndal, sem lyfti bikarnum í fyrsta sinn, var að verða meistari í áttunda sinn. Erla Þorsteinsdóttir varð síðan meistari fimmta sinn á ferlinum. Keflavík vann úrslitaeinvígið 3-0 og fór þar með taplaust í gegnum úrslitakeppnina að þessu sinni en það er í fyrsta sinn sem hið sigursæla liða Keflavíkur afrekar slíkt. Íslandsmeistaratitlar Keflavíkur eftir úrslitakeppni: 1993 5 sigrar, 1 tap 1994 5 sigrar, 2 töp 1996 5 sigrar, 1 tap 1998 5 sigrar, 1 tap 2000 5 sigrar, 2 töp 2003 5 sigrar, 0 töp mt: Anna María var sposk á svipinn í gær þegar fréttamaður spurði hana að því hvort hún væri hætt eða hvort hún yrði áfram með á næsta ári.