1 jún. 2003Þá er NM í körfu yngri landsliða lokið hér í Stokkhólmi. U-84 strákar höfnuðu í 2.sæti á mótinu, U-86 strákar og stelpur og U-84 stelpur höfnuðu í 4.sæti. U-84 strákar kepptu úrslitaleikinn í sínum flokki við Finna. Leikurinn endaði með 82 stigum Íslendinga gegn 84 stigum Finna. Gangur leiksins var; 19-18, 49-29, 61-70, 82-84. Stig Íslands skoruðu; Guðmundur Jónsson 22, Ólafur Aron Ingvason 20, Sævar Haraldsson 16, Egill Jónasson 6, Jón Brynjar Óskarsson 5, Þorleifur Ólafsson 4, Halldór Halldórsson 4, Kristinn Jónasson 3 og Fannar Helgason 2. Í hálfleik voru strákarnir 20 stigum undir en með frábærum leik og baráttu þá komust Íslendingar inn í leikinn um miðjan 3. leikhluta. Í 4. leikhluta var spilaður frábær körfubolti af hálfu strákanna og með smá heppni hefðu þeir getað stolið sigrinum af Finnum. Annað sætið er samt mjög góður árangur og sýnir að strákarnir eru ekkert að gefa Nordurlandaþjóðunum neitt eftir. Ólafur Aron var valinn besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum af mótshöldurum. Þjálfari strákanna er Ingi Þór Steinþórsson. Lokastaðan hjá U-84 strákunum á NM er: 1.Finnland 2.ÍSLAND 3.Svíþjóð 4.Danmörk U-86 strákar kepptu um 3.sætið vid Dani. Leikurinn endaði með þriggja stiga sigri Dana. 84 stig Íslands gegn 87 stigum Dana. Stig Íslands skoruðu; Jóhann Ólafsson 31, Alexander Dungal 19, Pavel Ermolinskij 11, Baldur Ólafsson 10, Brynjar Kristófersson 6, Ólafur Torfason 5 og Kristján Sigurðsson 4. Strákarnir leiddu allan leikinn en þegar um 50 sek. voru eftir af leiknum komust Danir yfir og héldu forystu sinni þessar fáu sekúndur sem eftir lifðu af leiknum. Úrslitin í leiknum ollu að vonum miklum vonbrigðum þar sem strákarnir voru með yfirhöndina næstum allan leikinn. Strákarnir mega samt vera ánægðir með sinn þátt á mótinu því þrátt fyrir að lenda í 4.sæti þá unnu þeir Svía, Dani og Norðmenn og voru hársbreidd frá því að komast í úrslitaleikinn. Þjálfari strákanna er Benedikt Guðmundsson og honum til adstoðar er Einar Jóhannsson. Lokastaðan hjá U-86 strákunum á NM er: 1.Svíþjóð 2.Finnland 3.Danmörk 4.ÍSLAND 5.Noregur U-86 stelpur mættu liði Dana í leik um 3.sætið og töpuðu leiknum með 76 stigum gegn 89 stigum Dana. Gangur leiksins; 24-17, 48-45, 63-68, 76-89. Stig Íslands skoruðu; María Ben Erlingsdóttir 17, Helena Sverrisdóttir 13, Anna María Ævarsdóttir 10, Ingibjörg Vilbergsdóttir 9, Pálína Gunnlaugsdóttir 8, Eva Dís Ólafsdóttir 7, Ösp Jóhannsdóttir 7, Elva Rut Sigmarsdóttir 4, Hrund Jóhannsdóttir 2 og Hrefna Stefánsdóttir 2. Stelpurnar enduðu í 4.sæti á þessu móti en þess má geta að þær Helena, Ingibjörg, María Ben og Bryndís eru fæddar 1988 og voru yngstu stelpurnar á mótinu. Þjálfari stelpnanna er Sverrir Hjörleifsson. Lokastaðan hjá U-86 stelpunum á NM er: 1.Svíþjóð 2.Finnland 3.Danmörk 4.ÍSLAND 5.Noregur. U-84 stelpurnar kepptu við Dani um 3. sætið á mótinu og töpuðu stórt. Íslensku stelpurnar gerðu 36 stig gegn 107stigum þeirra dönsku. Gangur leiksins var; 9-32, 20-60, 34-71, 36-107. Stig Íslands skoruðu: Jovana Stefánsdóttir 8, Petrúnella Skúladóttir 7, Kristrún Sigurjónsdóttir 6, Lilja Oddsdóttir 5, Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 4, Hrefna Gunnarsdóttir 2, Erna Rún Magnúsdóttir 2 og Kristín Sigurðardóttir 2. Þjálfari stelpnanna er Ágúst S. Björgvinsson og honum til aðstoðar er Hlynur Skúli Auðunsson. Lokastaðan hjá U-84 stelpunum á NM er: 1.Svíþjóð 2.Finnland 3.Danmörk 4.ÍSLAND Sigmundur Már Herbertsson dæmdi úrslitaleikinn milli Svíþjóðar og Finnlands í U-84 stelpur og Jón Bender úrslitaleikinn á milli sömu liða í U-86 stelpur.