5 jún. 2003Íslenska kvennalandsliðið tapaði öðrum leik sínum á Smáþjóðaleikunum nú í morgun þegar liðið mætti Kýpur með 49 stigum gegn 66. Staðan í hálfleik var 27-27. Íslensku stúlkurnar áttu góðan fyrri hálfleik og stóðu fyllilega í sterku liði Kýpur. Baráttan var í lagi og tók liðið 32 fráköst í hálfleiknum, þar af 9 sóknarfráköst. En eins og í fyrri leik liðsins gegn Möltu hrökk allt i baklás i þriðja leikhluta. Liðið gerði aðeins 8 stig gegn 21 stigi Kýpurbúa, hittu aðeins úr 2 af 10 skotum sínum, tapaði boltanum 7 sinnum og annar ósigur liðsins var staðreind. Atkvæðamestar i liði Íslands voru Birna Valgarðsdóttir með 13 stig og 12 fráköst, Signý Hermannsdottir 8 stig (10 fráköst), Hildur með 8 stig og 6 fráköst og Rannveig Randversdóttir með 8 stig. Erla og Helga Þorvaldsdóttir gerðu 4 stig hvor, Kristín Blöndal 2 og Hanna Kjartansdóttir og Sólveig Gunnlaugsdóttir voru með eitt stig hvor. Myndin er af Birnu Valgarðsdóttur sem var stigahæst og frákastahæst í íslenska liðinu.