6 jún. 2003Íslenska karlalandsliðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á Smáþjoðaleikunum með 77-60 sigri á Lúxemborg í dag. Ísland hafði yfir 43-27 i hálfleik og sigurinn var bæði sannfærandi og öruggur. Logi Gunnarsson skoraði 17 stig fyrir Ísland, Damon Johnson var med 15 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 9 stig, 9 fráköst og 6 stolna bolta, Helgi Már Magnússon með 9 stig, Baldur Ólafsson 8 stig og 7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 5 stig, Guðmundur Bragason 4 og 8 fráköst, Magnús Gunnarsson 3, Friðrik Stefánsson 3, Jón Nordal og Sverrir Þór Sverrisson 2 stig hvor. Sigur íslenska liðsins var öruggur allan tímann og hefur liðið vaxið með hverjum leik í mótinu. Liðið leikur úrslitaleik gegn Kýpur á morgun kl. 14.30 eða kl. 12.30 að íslenskum tíma. Myndin er af Fannari Ólafssyni sem átti skínandi leik fyrir íslenska landsliðið gegn Lúxemborg.