7 ágú. 2003Strákarnir í unglingalandsliðinu sigruðu Skota í kvöld örugglega 93-59. Það var þó erfið fæðing hjá strákunum og var fyrri hálfleikur slakur þrátt fyrir að íslenska liðið leiddi leikinn. Íslenska liðið fékk mörg tækifæri til að losa sig við þá skosku en aðeins 15 skot af 50 rötuðu rétta leið í fyrri hálfleik. Strákarnir tóku sig saman i andlitinu í síðari hálfleik og völtuðu yfir Skotana. Brynjar Kristófersson átti frábæran leik og dreif sína menn áfram. Gangur leiksins: 21-14, 36-29, 64-45 93-59. Stig Íslands: Brynjar Kristófersson 20 (3 frák., 1 stoð., 1 tap., 4 stolnir), Jóhann Ólafsson 18 (4 frak., 6 stoð, 3 tap, 2 stolnir), Pavel Ermolinski 14 (7 frák., 4 stoð, 3 tap, 2 varin, 3 stolnir), Kristján Sigurdsson 12 (1 frák., 1 stoð, 2 tap, 2 stolnir), Baldur Ólafsson 9 (10 frák., 2 stoð, 5 tap, 3 varin, 2 stolnir), Alexander Dungal 6 (9 frák., 4 tap, 2 stolnir), Tryggvi Pálsson 4 (4 frák., 1 stoð, 2 stolnir), Ólafur Torfason 4 (6 frák., 1 tap, 4 stolnir), Jakob Egilsson 3 (1 stoð, 1 tap), Bjarki Oddsson 2 (2 frák., 1 stoð, 1 tap, 1 stolinn), Jón Gauti Jónsson 1 (2 stod, 2 tap, 1 stolinn), Brynjar Björnsson (1 tap, 1 stolinn) A morgun mæta strákarnir Grikkjum og verður sá leikur mjög erfiður þar sem Grikkir virðast vera með sterkasta liðið í riðlinum. Sigmundur Már Herbertsson dómari hvíldi i dag.