9 ágú. 2003Íslenska stúlknalandsliðið vann 24 stiga sigur á Skotum, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001778/17780502.htm[v-]74-50[slod-], í úrslitaleiknum á Promotion Cup sem lauk á Ásvöllum í dag. Íslenska liðið vann alla leiki sína af öryggi og sigurinn á Skotum í dag var sannfærandi. Helena Sverrisdóttir skoraði 17 stig, tók 14 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og stal 7 boltum þrátt fyrir að leika aðeins í 25 mínútur vegna villuvandræða. Petrúnella Skúladóttir átti einnig góðan dag (14 stig, 10 fráköst) líkt og fyrirliðinn Erna Rún Magnúsdóttir sem tók af skarið á mikilvægum tímum í úrslitaleiknum en Erna Rún skoraði 13 stig líkt og og gaf að auki 4 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn sem yngra kvennalandslið Íslands vinnur mót á vegum FIBA og er þessi glæsilegi sigur íslenska liðsins vonandi tákn um nýja og betri tíma í kvennakörfunni hér á landi. Helena Sverrisdóttir var einu stigi frá því að vera stigahæsti leikmaður mótsins (18,8 stig í leik) en hún tók flest fráköst allra á mótinu (14,3), gaf flestar stoðsendingar (6,5), stal flestum boltum (7,0) og nýtti skotin sín best (57%) auk þess að verða í öðru sæti í vörðum skotum (2,8). Lokaröðin á mótinu: 1. Ísland 2. Skotland 3. Andorra 4. Malta 5. Gíbraltar. Ísland átti tvo leikmenn í liði mótsins, þær Helenu Sverrisdóttur og Kristrúnu Sigurjónsdóttur. Það má finna aðgengi að öllum upplýsingum um mótið [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=163 [v-]hér[slod-] auk þess að efstu stelpur í öllum helstu tölfræðiþáttunum má finna [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=166 [v-]hér[slod-].