2 sep. 2003Jón Arnór Stefánsson hefur samið við lið Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta og mun leika með liðinu í vetur. Íslendingar eignast þar með leikmann Í NBA á ný en Pétur Guðmundsson lék þar með Portland Trailblazers, LA Lakers og San Antonio Spurs á árunum 1981 til 1989. Jón Arnór hefur þar með á einu ári tekið stökkið úr íslensku úrvalsdeildinni og upp í bestu deild í heimi með viðkomu í þýsku úrvalsdeildinni. Það má finna frétt um samning Jóns Arnórs á heimasíðu Dallas, sjá [v+]http://www.nba.com/mavericks/news/mavs_sign_free_agent_jon_stefansson_090203.html [v-]hér[slod-]. Jón Arnór var í nýliðavalinu í sumar en var þá ekki valinn en það var ljóst frá upphafi að hann var inn í framtíðarplönum Dallas Mavericks. Jón Arnór er nú orðinn einn fjölmargra erlenda leikmanna hjá Dallas-liðinu en þar eru einnig leikmenn frá Þýskalandi (Dirk Nowitzki), Kanada (Steve Nash), Mexíkó (Eduardo Najera), Frakklandi (Tariq Abdul-Wahad) and Tékklandi (Jiri Welsch). Dallas leikur fyrsta leikinn á undirbúningstímabilinu gegn Utah Jazz sem fram fer í Mexíkóborg 5. október en fyrsti leikur liðsins á tímabilinu verður gegn LA Lakers í Staples Center 28. október sem verður einmitt fyrsti leikur Karl Malone og Gary Payton með Lakers-liðinu. Það má finna dagskránna hjá Dallas næsta vetur [v+]http://www.nba.com/mavericks/schedule/[v-]hér[slod-]. Á síðasta tímabili lék Jón Arnór með Trier í þýsku Bundesligunni og skoraði þar 13 stig að meðaltali auk þess að gefa 2.7 stoðsendingar og taka 2.8 fráköst í leik. Jón Arnór var þriðji í stigaskorun hjá Trier og annar í stoðsendingum, stolnum boltum (1,32 í leik) og þriggja stiga körfum. Eftir því sem næst verður komist verður Jón Arnór fjórði Norðurlandabúinn til að leika í NBA-deildinni. Auk Pétur Guðmundssonar hafa leikið þar Norðmaðurinn Torgeir Bry (3 leiki fyrir LA Clippers) og Finnann Hanno Mättölä sem lék um skeið með Atlanta Hawks.