17 nóv. 2003Fimm nýir dómarar voru útskrifaðir af dómaranámskeiði sem KKÍ hélt á Akureyri um helgina. Það var Einar Einarsson, A-dómarinn kunni sem nú er meiddur, sem var leiðbeinandi á námskeiðinu. Námskeiðið var haldið í Hamri, félagsheimili Þórs, og í Glerárskóla þar sem dómaraefnin þreyttu verklegt próf með dómgæslu í A-riðli Íslandsmóts 11. flokks karla. Allir þátttakendur í námskeiðinu, fimm talsins, náðu prófinu og útskrifast með full dómararéttindi. Þeir eru: Davíð K. Hreiðarsson, Sigurður Á. Reynisson, Ingólfur Guðmundsson, Kristinn L. Einarsson og Kristinn Ómar Herbertsson.