17 nóv. 2003Nú er lokið uppgjöri vegna úrslitakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fór í Svíþjóð í september s.l. Samtals komu 110 þúsund áhorfendur á leikina, og þar af um 8 þúsund fylgismenn einstakra liða. Aðilar þessir, auk fjölmiðlamanna og annarra gesta, eru taldir hafa eytt u.þ.b. 800 milljónum króna í heimsókn til Svíþjóðar. Er almenn ánægja með viðburð þennan í sænsku þjóðlífi. Alls voru 850 fjölmiðlamenn sem önnuðust fréttaflutning af mótinu, en 694 klst. af leikjunum var sjónvarpað um allan heim, m.a. til fjölmargra þjóða í Evrópu, til Filippseyja, Miðausturlanda, Suður-Ameríku og Kína. T.d. horfðu1,2 millljónir Svía á leiki með sínu landsliði, en auk þess var talsvert áhorf á úrslitaleik Spánverja og Evrópumeistara Litháa, 4,2 milljónir Spánverja, 1 milljón Litháa og 1,9 milljónir Serba, svo dæmi séu tekin.