24 nóv. 2003Signý Hermannsdóttir fyrrum leikmaður ÍS er að standa sig vel í atvinnumennsku á Spáni. Signý sem leikur með spænska liðinu [v+]http://cbisladetenerife.eresmas.com/[v-]Isla de Tenerife[slod-] í A-riðli 2. deildar kvenna, hefur leikið alla sex leiki liðsins. Liðið hefur leikið ágætlega og [v+]http://www.feb.es/basketv/frontend/code/competitions/results/index_results/1,1429,10013-3,00.html[v-]er í 6 sæti af 14 liðum[slod-]. Signý skoraði 10 stig og tók 11 fráköst í 78-67 sigri Tenerife á E. Santos Adba um helgina og er með 10,3 stig og 7,7 fráköst að meðaltali í fyrstu sex leikjum liðsins. Signý er sem stendur [v+]http://www.feb.es/basketv/frontend/code/competitions/teams/index_team_stats/1,1381,10013-21385,00.html[v-]önnur stigahæst[slod-] hjá liðinu og hefur jafnframt tekið flest fráköst allra leikmanna liðsins. Í liðinu eru auk Signýar tveir leikmenn frá Svíþjóð og einn frá Brasilíu.