17 des. 2003Ljóst er að FIBA mun taka upp þriggja manna dómarakerfi á næsta keppnistímabili. Allir leikir á vegum FIBA - Europe verða því dæmdir af þrem dómurum. Markmiðið er að gera dómgæsluna betri og fækka mistökum dómara eins og kostur er í alþjóðlegum leikjum. Ljóst er að kostnaður félaga sem og landsliða sem þátt taka í Evrópukeppnum mun aukast verulega við þessa breytingu. Engin ákvörðun hefur verið tekin innan KKÍ um hvort íslenskur körfuknattleikur fylgi í fótspor FIBA - Europe í þessum efnum, en ljóst virðist að hvert sérsamband hafi heimild til að halda tveggja manna kerfinu í innanlandskeppnum sínum.