18 des. 2003Mánudaginn 22.desember verður haldinn eins dags körfuknattleiksskóli í DHL-Höllinni við Frostaskjól. Hugmyndin á bak við skólann er að gefa hverju undirstöðuatriði fyrir sig meiri tíma en gefst á hefbundum 1 klst. æfingum. Einnig verða nokkrir þjálfarar ásamt leikmönnum úr meistaraflokki karla til staðar og því fær hver einstaklingur meiri athygli en vanalega og ætti því að geta bætt sína hæfileika töluvert á þessum eina degi. Gert er ráð fyrir að búið sé að borða hollan og góðan morgunmat fyrir æfingu en auk þess eiga allir að koma með nesti fyrir morgun-, hádegis- og miðdegisverð. Æskilegt er að allir mæti með boltana sína vel merkta! Þátttökugjald er aðeins 100 kr á mann og tilkynnist þátttaka helst í tölvupósti, kristinnth@simnet.is, eða fyrir þá sem hafa ekki aðgang að tölvupósti í síma 896-4929 eftir klukkan 16:00. 09:00-09:30 Mæting. 09:30-10:30 Hopp stopp, sóknarstaða, knattrak og stefnubreytingar. 10:30-10:45 Hlé, vatnspása og nestistími. 10:45-11:45 Sendingar, frá grunni, enda í sendingum á hreyfingu. 11:45-12:05 Varnarstaða eitt. 12:05-12:30 Matartími í Félagsmiðstöðinni Frostaskjóli. 12.30-13:00 Horft á spólu í hálftíma (Jón Arnór í NBA). 13.00-13:50 Skot æfð. 14:00-14:30 Varnarstaða tvö og fjögur. 14:30-15:00 Að hreyfa sig í sókn án bolta. 15:00-15:20 Nestistími. 15:20-16:30 Mót, leikið á tveimur völlum. Skipt eftir aldri og getu. 16:30-17:00 Einstaklingskeppnir eftir aldri. 17:00 Skólanum slitið. Þjálfarar: Kristinn Þorvaldsson, Stefán Arnarsson, Sigurður Hjörleifsson, Ingi Þór Steinþórsson og Tómas Hermannsson.