20 des. 2003Keflavík varð í dag fyrsta kvennaliðið til að vinna fyrirtækjabikar kvenna í annað sinn þegar liðið vann KR með 21 stigs mun, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001804/18040401.htm[v-]73-52[slod-], í úrslitaleik Hópbílabikarsins sem fram fór í Smáranum. Keflavík vann þar með keppnina annað árið í röð en liðið hefur verið í úrslitaleiknum öll fjögur árin sem keppnin hefur verið haldin. Fyrirliði Keflavíkur, Erla Þorsteinsdóttir, skoraði 23 stig og tók 9 fráköst á þeim 22 mínútum sem hún spilaði og var óumdeilanlega maður leiksins. Keflavík stakk af í fjórða leikhluta eftir að KR-liðið hafði verið inni í leiknum fyrstu þrjá leikhlutana en það má segja að afar slæm skotnýting KR-kvenna, aðeins 22%, (15 af 67), hafi gert út um vonir þeirra að halda í við Keflavíkurhraðlestina til lengdar. Keflavík vann fjórða leikhlutann 23-7 og munaði þar miklu um framlög fyrirliðans Erlu Þorsteinsdóttur undir körfunni en Erla skoraði 11 af 23 stigum sínum í síðasta leikhlutanum. Stigaskor í 4. leikhlutanum: Keflavík 23 Erla Þorsteinsdóttir 11 Anna María Sveinsdóttir 4 Marín Rós Karlsdóttir 4 Erla Reynisdóttir 2 María Ben Erlingsdóttir 2 KR 7 Katie Wolfe 3 Hildur Sigurðardóttir 2 Hafdís Gunnarsdóttir 2 Erla var með 23 stig og 9 fráköst í gær, nýtti skotin sín 77% og skoraði alls 10 tveggja stiga körfur eða einni fleiri en allt KR-liðið til samans. Anna María Sveinsdóttir stóð einnig fyrir sínu með 15 stig, 9 fráköst, 5 stolna og 4 stoðsendingar. Birna Valgarðsdóttir skoraði 7 stig og tók 10 fráköst en sex aðrir leikmenn Keflavíkurliðsins skoruðu síðan á bilinu 4 til 6 stig. Hjá KR skoraði Katie Wolfe nánast helming stiganna, alls 23, og það var dýrt fyrir KR-liðið að boltinn vildi ekki niður hjá Hildi Sigurðardóttur sem misnotaði öll 13 skot sín utan af velli. Tinna Björk Sigmundsdóttir var með 10 stig fyrir KR, Hildur bætti við 8 stigum, 9 fráköstum, 6 stolnum og 6 stoðsendingum og systir hennar Guðrún Arna var með 11 fráköst og 4 stig. Fyrirtækjabikarmeistarar kvenna: 2000 KR 2001 Grindavík 2002 Keflavík 2003 Keflavík