23 des. 2003Bandaríska atvinnumannadeildin í körfuknattleik kvenna, WNBA, hefur tilkynnt um reglubreytingar sem taka gildi á keppnistímabilinu 2004. Megin breytingin er án efa sú að WNBA hefur ákveðið að færa þriggja stiga línuna til samræmis við reglur FIBA. Aðrar breytingar lúta m.a. því að 30 sek. skotklukka verður einungis endurræst upp í 20 sekúndur við leikbrot varnarliðsins, en ekki upp í fullar 30 sekúndur, þ.e. í þeim tilvikum þar sem minna en 20 sekúndur eru eftir af skotklukkunni. Að sögn fulltrúa WNBA er breytingunum ætlað að gera sóknarleik fjölbreyttari og áhrifameiri, samhliða því að auka hraða leiksins.