2 jan. 2004Dómstóll KKÍ hefur kveðið upp úrskurð í máli Þróttar í Vogum gegn Ármanni/Þrótti b vegna leiks liðanna í 2. deild karla 7. desember sl. Þróttur kærði Á/Þ fyrir að nota leikmann í leiknum sem ekki var á leikskýrslu. Leikmaðurinn var jafnframt 11. leikmaður Á/Þ sem þátt tók í leiknum. Þróttur Vogur krafðist þess að úrslit leiksins, sem Ármann/Þróttur vann 76-68, urðu dæmd ógild. Á þetta féllst dómstóll KKÍ og hafa úrslit leilksins verið skráð 20-0 Þrótti V. í vil.