19 jan. 2004KKÍ hélt á föstudagskvöldið sitt árlega fjölmiðlaseminar fyrir íþróttafréttamenn og var það í 7. sinn sem það er haldið. Á fundinum er blandað saman gamni og alvöru. Haldinn var fyrirlestur um landsliðsmál KKÍ frá yngstu iðkendunum og upp í A-landslið karla og kvenna. Fjölmiðlamenn kepptu með sér í spurningakeppni og einfaldri boltaþraut. Þar sigraði með nokkrum yfirburðum Björn Friðrik Brynjólfsson frá RÚV. Er það í fyrsta sinni sem RÚV á sigurvegara í tvíkeppninni og varð að vonum mikill fögnuður innan herbúða þeirra. Spurningarnar sem blaðamenn fengu má [v+]http://www.kki.is/kistan.asp?Adgerd=einn_hlutur&Recid=524[v-]finna hér[slod-] og geta áhugamenn reynt sig við þær. Svörin birtast innan tíðar á kki.is. Að fyrirlestri og tvíkeppni lokinni var haldið með rútu Hópbíla að Veitingahúsinu Naustinu þar sem snæddur var þriggja rétta kvöldverður í boði Naustsins.