5 feb. 2004KR-ingar hafa oftast orðið bikarmeistarar í karlaflokki eða níu sinnum síðan 1970. Njarðvíkingar koma næstir með 7 titla og Keflavíkingar eru í þriðja sæti með fjóra bikarmeistaratitla. Sem kunnugt er mætast Keflavík og Njarðvík í bikarúrslitaleik KKÍ & Lýsingar nk. laugardag kl. 16:30 í Laugardalshöll. BIkarmeistaratitlar frá 1970 skiptast þannig á milli félaganna: 9 KR (1970, 71, 72, 73, 74, 77, 79, 84, 91) 7 Njarðvík (1987, 88, 89, 90, 92, 99, 2002) 4 Keflavík (1993, 94, 97, 2003) 3 Valur (1980, 81, 83) 3 Haukar (1985, 86, 96) 3 Grindavík (1995, 98, 2000) 2 Ármann (1975, 76) 1 ÍS (1978) 1 Fram (1982) 1 ÍR (2001)