26 feb. 2004Jakob Sigurðarson landsliðsmaður skoraði 31 stig og tók 6 fráköst á 33 mínútum fyrir Birmingham Soouthern College í 84-71 sigri gegn Radford í gærkvöldi í Big South-deild 1. deildar bandarísku háskólakeppninnar. Með sigrinum komst BSC aftur í efsta sæti deildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli BSC, Billa Battle Coliseum að viðstöddum rúmlega eitt þúsund áhorfendum. Jakob átti mjög góðan leik, var kominn með 20 stig í hálfleik, en þá var BSC 41-36 yfir. Hann var með mjög góða nýtingu í leiknum, en hann hitti úr 10 af 15 skotum sínum, þar af 5 af 7 frá þriggja stiga línunni. Þá var hann með 6 víti niður af 10. Hefði hann hitt úr öllum vítaskotum sínum í leiknum hefði hann orðinn 17. leikmaðurinn í sögu BSC til að skora 1.000 stig eða fleiri á ferlinum í skólanum. Stigin 31 eru þó það mesta sem Jakob hefur skorað fyrir BSC í einum leik til þessa og væntanlega fer hann yfir 1.000 stiga markið í næsta leik. Helgi Freyr Margeirsson var með 3 stig og 1 stoðsendingu á 13 mínútum í leiknum. BSC er nú með 19 sigra og 7 töp í það heila á keppnistímabilinu og 11 sigra og 4 töp í efsta sæti Big South-deildarinnar.