18 mar. 2004Stjörnuleikur FIBA Europe fór fram í Kiev í fyrradag. Þar léku bestu leikmenn úr FIBA Euroleague. Í Evrópuliðinu léku leikmenn fæddir í Evrópu, gegn erlendum leikmönnum sem leika með liðum deildarinnar. Hægt er að lesa meira um leikinn á [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?coid={116B272F-7DE7-4A55-BEF7-7D26E74EFCFC}&articleMode=on[v-]vef FIBA Europe[slod-]. Leikurinn endaði með sigri heimsúrvalsins 91 - 84. Stjörnuleikurinn tókst mjög vel og var troðfullt hús í Kiev. Meðal áhorfenda á leiknum var Ólafur Rafnsson formaður KKÍ en honum var sérstaklega boðið á leikinn þar sem hann er stjórnarmaður í FIBA-Europe.