22 mar. 2004Snæfell hefur sem kunnugt er 2-0 yfir í viðureign sinni við UMFN í undanúrslitum Intersport-deildarinnar. UMFG hefur 1-0 yfir gegn Keflavík í hinni undanúrslitaviðureigninni, en annar leikur liðanna fer fram í Keflavík í kvöld. Leikurinn, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Sýn, hefst kl. 19:15. Ef Njarðvíkingar ætla að komast áfram í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn verða þeir að sigra í næstu þremur leikjum sínum við Snæfell og þar með að brjóta blað í sögu úrslitakeppninnar. Lið sem hefur verið 2-0 undir í undanúrslitum hefur aldrei komið til baka og náð að sigra í sögu keppninnar, sem hófst fyrst árið 1984. Önnur merkileg staðreynd varðandi úrslitakeppnina í ár er sú að aldrei áður í sögu keppninnar hafa liðin frá Reykjanesbæ, Keflavík og Njarðvík, hvorugt haft heimaleikjarétt í undanúrslitum.