29 mar. 2004Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna annað árið í röð og í ellefta skipti frá upphafi. Keflavík vinn þriðja leikinn í úrslitaeinvíginu gegn ÍS, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001986/19860403.htm [v-]85-56[slod-], og einvígið þar með 3-0. Keflavíkurkonur urðu fyrst Íslandsmeistarar árið 1988 en hafa unnið 11 sinnum síðan á aðeins 16 árum. Keflavíkurliðið vann þar með alla fimm bikara vetrarins, varð Íslandsmeistari í kvöld, deildarmeistari í mars, bikarmeistari í febrúar, fyrirtækjbikarmeistari í desember og vann meistarakeppni KKÍ í október. Keflavíkurkonur hafa þar með unnið átta bikara á síðustu tveimur tímabilum. Svava Ósk Stefánsdóttir var stigahæst í Keflavíkurliðinu með 19 stig á 19 mínútum en hún verður einmitt 20 ára á föstudaginn. Svava hitti úr 7 af 12 skotum sínum og setti meðal annars niður fjórar þriggja stiga körfur í leiknum. Fyrirliðinn Erla Þorsteinsdóttir var með 16 stig og 13 fráköst og nafna hennar Reynisdóttir skorað 11 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þá var Birna Valgarðsdóttir með 14 stig og Marín Rós Karlsdóttir skoraði 10 stig og hitti úr 4 af 5 skotum sínum þar af báðum þriggja stiga skotunum. Anna María Sveinsdóttir, sem varð Íslandsmeistari í 11. sinn í kvöld lét sér 4 stig nægja en var að auki með 17 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Anna María átti frábæra úrslitaseríu og í leikjunum þremur skoraði hún 40 stig (13,3), tók 44 fráköst (14,7), gaf 21 stoðsendingu (7,0) og stal 12 boltum (4,0). Það má finna allt um tölfræði úrslitaeinvígisins [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=209 [v-]hér[slod-]. Þetta var aftur á móti fyrsti íslandsmeistaratitill Önnu Maríu í 14 ár sem hún er hvorki þjálfari eða fyrirliði Keflavíkurliðsins en hún vann síðast sem "óbreyttur" leikmaður vorið 1990 þegar Björg Hafsteinsdóttir var fyrirliði Keflavíkurliðsins. Alda Leif Jónsdóttir og Casie Lowman skoruðu mest fyrir ÍS eða 11 stig hvor. Alda Leif var einnig með 8 stoðsendingar. Þá skoraði Hafdís Helgadóttir 7 stig, Lovísa Guðmundsdóttir var með 6 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst og Svana Bjarnadóttir skoraði 5 stig og tók 9 fráköst. Íslandsmeistarartitlar Keflavíkur eftir úrslitakeppni: 1993 Keflavík (Deildarmeistari) 1994 Keflavík (Deildarmeistari) 1996 Keflavík (Deildarmeistari) 1998 Keflavík (Deildarmeistari) 2000 Keflavík (2. sæti í deildinni) 2003 Keflavík (Deildarmeistari) 2004 Keflavík (Deildarmeistari) Keflavík vann Íslandsmeistaratitilinn 1988, 1989, 1990 og 1992 í deildarkeppni. Flestir Íslandsmeistarartitlar eftir úrslitakeppni: 7 Keflavík (1993, 1994, 1996, 1998, 2000, 2003, 2004) 3 KR (1999, 2001, 2002) 1 Breiðablik (1995) 1 Grindavík (1997) 2004 Deildarmeistari: [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001801/KEFLAVIK.htm [v-]Keflavík[slod-] Undanúrslit: Keflavík 2-1 Grindavík {[v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001986/19860101.htm[v-]58-52[slod-], [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001986/19860201.htm[v-]62-65[slod-], [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001986/19860301.htm[v-]66-62[slod-]} ÍS 2-0 KR {[v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001986/19860102.htm[v-]74-63[slod-], [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001986/19860202.htm[v-]62-52[slod-]} Úrslitaeinvígi: Keflavík 3-0 ÍS {[v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001986/19860401.htm[v-]80-56[slod-], [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001986/19860402.htm[v-]77-67[slod-], [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001986/19860403.htm[v-]85-56[slod-]} Íslandsmeistari: [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001986/KEFLAVIK.htm[v-]Keflavík[slod-] Lið Íslandsmeistaranna: Anna María Sveinsdóttir Birna Valgarðsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Erla Reynisdóttir, Erla Þorsteinsdóttir (fyrirliði), Halldóra Andrésdóttir, María Ben Erlingsdóttir, Marín Rós Karlsdóttir, Rannveig K Randversdóttir, Svava Ósk Stefánsdóttir. Þjálfari liðsins er Sigurður Ingimundarson. Árangur kvennaliðs Keflavíkur í vetur: Deildarkeppni: 17 sigrar, 3 töp Úrslitakeppni: 5 sigrar, 1 tap Bikarkeppni: 4 sigrar, 0 töp Fyrirtækjabikarkeppni: 2 sigrar, 0 töp Meistarakeppni: 1 sigur, 0 töp Samtals: 29 sigrar, 4 töp Árangur kvennaliðs Keflavíkur síðustu tvö tímabil: Deildarkeppni: 35 sigrar, 5 töp Úrslitakeppni: 10 sigrar, 1 tap Bikarkeppni: 7 sigrar, 1 tap Fyrirtækjabikarkeppni: 6 sigrar, 0 töp Meistarakeppni: 1 sigur, 0 töp Samtals: 59 sigrar, 7 töp Mynd: Erla Þorsteinsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Keflavíkur, hefur tekið við fimm bikurum á þessu tímabili.