7 apr. 2004Lokahóf KKÍ verður haldið á Hótel Sögu 16. apríl næstkomandi og hefst borðhald kl. 20.00. Verð í matinn verður kr. 4.200. Húsið opnar eftir matinn kl. 23.30 og kostar 2.000 krónur inn á ballið. Hljómsveitin Desmond mun halda uppi fjörinu ásamt Kalla Bjarna. Einar Bollason mun verða veislustjóri kvöldsins og stjórna hófinu af alkunnri snilld. Heiðursgestur verður Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Óvænt skemmtiatriði verða í boði. Á hófinu verða venju samkvæmt veitt öll einstaklingsverðlaun vetrarins til þeirra sem skarað hafa framúr á keppnistímabilinu.