14 apr. 2004Enn eitt keppnistímabil í íslenskum körfuknattleik er að baki. Veturinn hefur verið sérstæðari en oft áður, og er það m.a. afleiðing nýrra reglna sem samþykktar voru í fyrra varðandi umgjörð leikja, launaþak og nýstárlegar reglur varðandi hlutgengi erlendra leikmanna. Varðandi hið fyrsta þá leikur ekki vafi á því að hvaða skoðun sem menn annars kunna að hafa á lukkudýrum eða öðrum slíkum atriðum þá hefur umgjörð leikja í Intersport deildinni verið glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Atriði sem fyrir fáeinum misserum þóttu bera vott um kraftmikið starf viðkomandi félaga þykja nú sjálfsagt mál – þótt markið sé nú jafnvel sett enn hærra. [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=212[v-]Allur pistillinn[slod-].