11 jún. 2004Glímufélagið Ármann stendur fyrir fjölskyldu- og íþróttahátið í Laugardalnum laugardaginn 12.júní. Fjölmargt skemmtilegt verður á boðstólnum og verður m.a. haldið Streetball-mót, en mót af þessu tagi hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Mótið hefst formlega kl. 11 á laugardagsmorgunn og er þátttökugjaldið 500 kr. á mann. Hægt er að skrá sig [p+]palli@internet.is [p-]hér[slod-], en allar nánari upplýsingar má nálgast í síma 897-7320. Eins og áður segir er Streeball-mótið hluti af fjölskyldu- og íþróttahátið Glímufélagsins Ármanns og í fréttatilkynningu félagsins segir m.a.: Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna, kynning á starfsemi félagsins en auk þess verða leiktæki og uppákomur fyrir börn og fullorðna og fólki gefinn kostur á að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttum. Með þessum degi viljum við tengja foreldra og börn við íþróttir og heilbrigðan félagsskap sem varir ævina út. Íþróttir eru kröftugasta forvörnin gegn ávana- og fíkniefnum og stuðla að bættri líðan og betri heilsu ! Allar íþróttir sem í boði eru hjá félaginu verða kynntar á skemmtilegan hátt með sýningum og gestum gefinn kostur á að spreyta sig.