30 ágú. 2004Um nýliðna helgi lauk úrtaksæfingum hjá U-90 landsliðinu, hóparnir tveir sem boðaðir voru hafa lokið tveimur æfingahelgum hvor eða samtals 8 tveggja tíma æfingum. Hópurinn verður minnkaður núna og mun sá hópur hittast í vetur. Þjálfari liðsins mun áfram leita að réttu mönnunum í liðið og þótt að leikmenn sem fæddir eru 1990 og síðar hafi ekki komist í hópinn núna þá hafa þeir möguleika til að komast í liðið með því að standa sig vel í vetur með sínu félagsliði. Verkefni liðsins eru 2006 og því nægur tími fyrir leikmenn um allt land að bæta sig og koma sér í hópinn. Ingi Þór Steinþórsson, Snorri Örn Arnaldsson og Emil Örn Sigurðarson sáu um æfingarnar um helgina. mt: Frá æfingu í Austurbergi um helgina.