13 sep. 2004Á næstu dögum hyggst körfuknattleiksdeild Breiðabliks ganga í alla grunnskóla bæjarins og kynna fyrir krökkunum körfuknattleik. Þetta er nokkuð viðamikið verkefni og munu þjálfarar hjá deildinni annast verkið. Allir krakkar í 1.-10. bekk fá æfingatöfluna afhenta auk þess sem sagt verður frá því sem er á döfinni hjá körfuknattleiksdeildinni í vetur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta er gert en kynning á borð við þessa hefur þegar skilað auknum fjölda iðkenda á undanförnum árum. Krakkar í Kópavogi mega því búast við heimsókn í skólastofur þeirra von bráðar sem á örugglega eftir að reynast þeim hin besta skemmtun. [v+]http://www.breidablik.is/news.asp?cat_id=6[v-]Af vef Breiðabliks[slod-].