7 okt. 2004Birmingham Southern College, skóla Jakobs Sigurðarsonar landsliðsmanns, er spáð efsta sætinu í Big South-deild bandaríska háskólameistaramótsins. Þá hefur Jakob verið valinn í úrvalslið deildarinnar, eftir undirbúningstímabilið. BSC fékk 150 stig í spánni, en High Piont varð í öðru sæti með 142. Alls er níu skóar í deildinni. Jakob er eini leikmaður BSC sem valinnvar í úrvalsliðið, en hann skoraði 14,8 stig að meðaltali í leik í fyrra þegar skólinn vann meistaratitilinn í deildinni.