4 nóv. 2004Laugardaginn 6. nóvember stendur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar fyrir bílasýningu á Garðatorgi í samvinnu við B&L. B&L mun koma með allar sínar helstu tegundir bifreiða til sýnis á Garðatorgi, og að auki verða sölumenn B&L á staðnum til ráðgjafar. Lýsing kynnir hagstæða bílafjármögnun, Hagkaup verður með veitingar fyrir gesti og leikmenn mfl. Stjörnunnar verða með skotkeppni fyrir gesti og gangandi. Hljómsveitin Á móti sól kemur og spilar kl. 14:00. Dreifiriti verður dreift í öll hús í Garðabænum á fimmtudag/föstudag, plaköt verða hengd upp og umfjöllun verður um þetta í Garðapóstinum og Víkurfréttum. Athyglisvert framtak hjá Stjörnunni, en íþróttafélögin leita sífellt nýrra leiða til að afla rekstrarfjár og til að kynna starfsemi sína. Nánar á [v+]http://www.stjarnan.is/korfubolti/index.htm[v-]vef Stjörnunnar[slod-].