4 nóv. 2004FIBA Europe og ULEB (Samtök körfuknattleiksdeilda í Evrópu) hafa loks náð samkomulagi um fyrirkomulag félagsliðakeppna í körfuknattleik í Evrópu. Þar með er lokið fjögurra ára tímabili óeiningar í Evrópukeppnunum þar sem báðir aðilar hafa staðið fyrir mótahaldi á þessum vettvangi. Allar Evrópukeppnir verða hér eftir undir merkjum FIBA-Europe. Engar breytingar verða á fyrirkomulagi Evrópukeppnanna á yfirstandi tímabili, en á því næsta, 2005-2006, mun ULEB í nafni FIBA-Europe sjá um tvær helstu félagsliðakeppnirnar sem í munu leika 48 lið frá 16 löndum. Aðrar Evrópukeppnir verða beint undir FIBA-Europe. Mikil ánægja er með samkomulagið innan FIBA-Europe og að takist hafi að sameina keppni í álfunni á ný undir einum hatti. Skrifað var undir samkomulagið í höfuðstöðvum FIBA í Genf í Sviss í gær. Myndin var tekin við það tækifæri.