10 nóv. 2004Eins og körfuknattleiksáhugamönnum ætti að vera ljóst þá lagði einn ástsælasti dómari Íslands, Leifur Sigfinnur Garðarsson, flautuna á hilluna í haust. Af því tilefni birtir vefur KKDÍ viðtal við Leif. Fyrsti leikur Leifs sem dómari á vegum KKÍ var þann 6. nóvember 1987 á Akranesi, leikur ÍA og Reynis frá Sandgerði í 1. deild karla og meðdómari Leifs var Kristinn Albertsson. Áður hafði Leifur þó dæmt leiki í yngri flokkum fyrir félag sitt, Hauka. Leikirnir urðu 785 á vegum KKÍ áður en yfir lauk, þar af 389 í Úrvalsdeild en aðeins Kristinn Albertsson hefur dæmt fleiri leiki þar. Þá hefur enginn dæmt fleiri leiki en Leifur í úrslitakeppni Úrvalsdeildar en þar eru störfin 88 talsins. Hann hefur einnig dæmt fjölda bikarúrslitaleikja, leiki í Reykjanesmótum, Reykjavíkurmótum, Valsmótum, æfingaleiki og margt annað. [v+]http://www.kkdi.is/greinar.asp?Adgerd=birta&Recid=174[v-]Lesa viðtalið[slod-]