12 nóv. 2004Tekin hefur verið saman listi yfir opinbera leiki FIBA (nú síðast FIBA-Europe) á Íslandi. Alls eru þessir leikir orðnir 72 talsins og fjölgar um einn í næstu viku þegar Keflavík tekur á móti Bakken Bears frá Danmörku í bikarkeppni Evrópu. Ánægjuleg er að hvað þessum leikjum hefur fjölgað að undanförnu, en alls verða leikirnir á þessu ári og hinu síðasta 13 talsins þegar upp verður staðið. Um er að ræða leiki í Evrópukeppnum landsliða svo og leiki í félagsliðakeppnum. Það er sagnfræðigrúskarinn og körfuknattleiksdómarinn góðkunni Rúnar Gíslason, sem nú býr í Danmörku, sem hefur unnið samantektina. [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=174[v-]Skoða samantektina[slod-].