17 nóv. 2004Dirk Bauermann landsliðsþjálfari Þýskalands segir að þýsk lið séu hætt öllu yngri flokka starfa og treysti eingöngu á að kaupa ódýra meðalmenn frá öðrum löndum. Hann vill að settar verði hömlur á fjölda erlendra leikmanna í hverju liði í þýsku deildinni. Forseti þýska sambandsins er á sama máli og segir að árangur þýsku unglingalandsliðanna að undanförnu tali sínu máli um ástandið. Hann bendir á að reglur sem takmarka fjölda leikmanna sem ekki frá heimalandinu, hafi þegar verið settar á Ítalíu, Spáni og Grikklandi. Einnig hafi íshokkísamband Þýskalands takmarkað fjöld erlendra leikmanna með góðum árangri. Formaður þýsku leikmannasamtakanna vill að árið 2008 verði hvert félag í þýsku úrvalsdeildinni skyldað til að hafa a.m.k. "fjóra" Þjóðverja í liðinu. Af [v+]http://www.fibaeurope.com[v-]vef FIBA-EUROPE[slod-].