19 nóv. 2004Keflvíkingar hafa staðið sig gríðarlega vel í bikarkeppni Evrópu í vetur sem og í fyrra. Óvænt tap fyrir Bakken Bears breytir þar engu um, en Keflavíkingar munu þó verða að herða róðurinn í útileikjunum sem framundan eru og krækja þar í sigur. Gunnar Einarsson hefur skorað flestar þriggja stig körfur í keppninni og eru þá allar deildarnar og riðlarnir taldar með. Gunnar er einnig í þriðja sæti yfir stigahæstu menn. Fróðlegt er að skoða tölfræðina og kemur þar í ljós að Keflavík á alls staðar menn ofarlega á blaði. [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?pageID={E3A63156-6BB9-4630-8100-508964CE7EF7}&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={0D93D753-CAD5-4604-A251-1402A6361BF3}&[v-]Tölfræði bikarkeppni Evrópu[slod-]. Mynd: Víkurfréttir.