23 nóv. 2004Fyrsti útileikur Keflvíkinga í Bikarkeppni Evrópu er í kvöld er liðið Reims í Frakklandi. Leikur hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með gangi mála í leiknum á [v+]http://www.keflavik.is/karfan/forsida/[v-]vef Keflvíkinga[slod-]. Keflavík sigraði Reims í fyrri leik liðanna í Keflavík fyrr í þessum mánuði, 93-73. Liðið þarf á útisigri að halda í riðlinum eftir eins stig tap gegn Bakken Bears frá Danmörku í síðustu viku. Keflavík og Bakken Bears eru efst í riðlinum. Óvíst er hvort Jón Nordal Hafsteinsson geti leikið með Keflavík í kvöld, en hann meiddist í undanúrslitaleiknum í Hópbílabikarnum gegn Njarðvík um síðustu helgi. Reims hefur fengið nýjan bandarískan leikmann, Antoine Gillespie, til félagsins í eina viku til reynslu. Leikmaðurinn hefur áður leikið í Frakklandi, en var síðast í Þýskalandi. Liðinu hefur ekki gengið vel í frönsku deildinni það sem af er vetrar og aðeins unnið tvo leikið en tapað átta. Gillespie á að hressa uppá sóknarleik liðsins. Hægt verður að fylgjast með gangi mála í leiknum á [v+][v-]vef Keflvíkinga[slod-].