24 nóv. 2004Keflavík sigraði franska úrvalsdeildarliðið Reims, 94-106, á útivelli í Frakklandi í gærkvöld og komst þar með á nú í toppsæti vesturdeildar bikarkeppni Evrópu. Skotnýting Keflavíkinga í leiknum var frábær, 62,2% í 2ja stiga skotum og 53,8% í 3ja stuga skotumn en alls gerðu Keflvíkingar 14 3ja stig körfur í leiknum. Þetta er fyrsti útisigur liðsins í keppninni og gefur góð fyrirheit um framhaldið. Nick Bradford og Athony Glover gerðu 29 stig hvor í leiknum í gær og Magnús Þór Gunnarsson 25. Næstu leikur liðsins í keppninni verður gegn Bakken Bears í Árósum 7. desember og í kjölfarið leika Keflvíkingar gegn Madeira 9. desember. Staðan í riðlinum Keflavík 4 3 1 7 stig Reims 4 1 3 5 stig Bakken 4 2 1 5 stig Madeira 4 1 2 4 stig [v+]http://www.keflavik.is/karfan/forsida/[v-]Nánar á vef Keflavíkur[slod-]. [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?gameID=4196-A-7-4&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={0D93D753-CAD5-4604-A251-1402A6361BF3}&season=2005&roundID=4196&teamID=&[v-]Tölfræði leiksins af vef FIBA-Europe[slod-].