21 mar. 2005Það er mikið að gera hjá Óskari Ófeigi Jónssyni tölfræðisnillingi þessa daga. Hver úrslitakeppnin á fætur annarri og spennandi leikir út um allt. Óskar hefur sýnt fádæma dugnað við að skrá tölfræði í meistaraflokksleikjum, en hann hefur einnig sinnt yngri flokkunum af heilum hug. Í byrjun mars var Óskar á öllum bikarúrslitaleikjum yngri flokkanna í Grafarvogi og skráði niður tölfræðiupplýsingar af sinni alkunnu snilld. Hann hefur einnig tekið sig til að skráð leikskýrslur Íslandsmeistaraliðanna í yngstu flokkunum á netið. Nú síðast fréttist af Óskari á unglingaflokksleik í Njarðvík á föstudaginn, þar sem tvö af efstu liðunum í unglingaflokki áttust við. Á [v+]http://www.umfn.is/karfan/[v-]vef Njarðvíkinga[slod-] fær Óskar sérstakar þakkir fyrir greiðasemina. Við hjá KKÍ tökum undir með Njarðvíkingum og þökkum Óskari innilega fyrir allt sem hann hefur gert í gegnum árin. Án hans tölfræði væri íþróttin fátækari eftir.