31 okt. 2006Körfuknattleiksdeild KR átti stórafmæli í gær en þá voru 50 ár frá stofnun deildarinnar. Pétur Rögnvaldsson var kosinn fyrsti formaður deildarinnar en síðan hafa 25 aðilar gengt því embætti. KR hefur verið áberandi í íslenskum körfuknattleik í gegnum tíðina og hafa margir titlar farið til þeirra. Í tilefni af afmælinu ritaði Gísli Georgsson, fyrrverandi formaður körfuknattleiksdeildar KR, pistil sem að má lesa [v+]http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=16500&ew_0_a_id=240775[v-]hér[slod-]. Við óskum KR-ingum til hamingju með merkan áfanga.