7 sep. 2016Belgía og Ísland mætast í A-riðli undankeppni EuroBasket 2017 í dag. Leikið er í Antwerpen í Belgíu og hefst leikurinn klukkan 18:00 að íslenskum tíma og verður hann sýndur beint á RÚV.
 
Ein breyting er á leikmannahópi Íslands frá leiknum við Kýpur á dögunum, Sigurður Gunnar Þorsteinsson kemur inn fyrir Axel Kárason. 

Jón Arnór Stefánsson er einnig hvíldur í kvöld, en hann æfði í dag með liðinu og verður fylgst með honum áfram næstu daga varðandi framhaldið.

Hópurinn er því skipaður eftirfarandi leikmönnum í kvöld:

#   Nafn                                           Staða    F. ár           Hæð             Félagslið (land)  ·  Landsleikir
6 Kristófer Acox F 13.10.1993 196 cm Furman University (USA) · 8
7 Sigurður Gunnar Þorsteinsson M 08.07.1988 204 cm Larrissa (GRE) · 49 
8 Hlynur Bæringsson      M  06.07.1982 200 cm Sundsvall Dragons (SWE) · 99 
10 Ægir Þór Steinarsson B 10.05.1991 182 cm San Pablo Inmobiliaria (ESP) · 37
12 Elvar Már Friðriksson B 11.11.1994 182 cm Barry University (USA) · 15
13 Hörður Axel Vilhjálmsson B 18.12.1988 194 cm Án félags · 53
14 Logi Gunnarsson         B 05.09.1981 192 cm Njarðvik (ISL) · 126
15 Martin Hermannsson B 16.09.1994 194 cm Étoile de Charleville-Mézéres (FRA) · 40
21 Ólafur Ólafsson F 28.11.1990 194 cm St. Clement (FRA) · 10
24 Haukur Helgi Pálsson F 18.05.1992 198 cm Rouen Metropole Basket (FRA) · 45 
34 Tryggvi Snær Hlinason M 28.10.1997 215 cm Þór Akureyri (ISL) · 4
88 Brynjar Þór Björnsson B 11.07.1988 192 cm KR (ISL) · 51