31 okt. 2016KKÍ hefur gengið frá skipun landsliðsþjálfara yngri liða fyrir komandi landsliðssumar 2017. Liðin taka öll þátt í verkefnum í sumar en framundan er stærsta landsliðssumar í sögu KKÍ þar sem lið í U15, U16, U18 og U20 í flokki drengja og stúlkna verða öll í verkefnum.

Einar Árni Jóhannsson er yfirþjálfari yngri landsliða KKÍ og verður hann öllum þjálfurum innan handar og hefur yfirumsjón með undirbúningi liðanna. Æfingahópar liðanna verða valdir í lok nóvember og síðan munu öll liðin æfa milli jóla og nýárs í ár, þrjá daga hvert, á tímabilinu 27.-30. desember.

Hér fyrir neðan eru þeir þjálfarar sem þjálfa U15, U16 og U18 landslið drengja og stúlkna í ár en á næstu dögum verða þjálfarar U20 liðanna og Afreksbúðaþjálfarar (undanfara U15 2018) kynntir.

Landsliðsþjálfarar yngri liða KKÍ 2017
U18 kvenna · Finnur Jónsson og aðstoðarþjálfari er Sævaldur Bjarnason.
U18 karla · Friðrik Ingi Rúnarsson og aðstoðarþjálfari er Lárus Jónsson.

U16 stúlkna · Daníel Guðmundsson og aðstoðarþjálfari er Kristjana Eir Jónsdóttir.
U16 drengja · Viðar Hafsteinsson og aðstoðarþjálfari er Skúli Ingibergur Þórarinsson.

U15 stúlkna · Árni Þór Hilmarsson og aðstoðarþjálfari er Hildur Sigurðardóttir.
U15 drengja · Ágúst S. Björgvinsson og aðstoðarþjálfari er Snorri Örn Arnaldsson.